fimmtudagur, mars 29, 2007

Cruel to be kind

Undanfarna daga hef ég verið mjög uppstökk og smáhlutir hafa auðveldlega farið í taugarnar mínar. Ég veit ekki hvort þetta geri kannski veikindin sem meðan ég man orsakast útaf sýkingu í lungum og öllu því dóti. Þetta er annar dagur minn á pensillíni og ég er bara pirruð. Ég þarf að fara í vinnuna eftir skóla og ég verð ömurleg manneskja við alla. Hausverkur, hósti, heyrnaleysi...ég bara má ekki við því að taka meira frí frá vinnu. Og þó, ég held alveg örugglega að ég fái veikindadagana borgaða en ég er orðin þreytt á því að labba um í skólanum og þurfa að taka mér pásur því lungun höndla þetta ekki. Fokkingdjöfulsinsdrasl. Mig langar út að fokking hjóla!

Ég hlakka samt afskaplega mikið til að fara til Reykjavíkur, þó svo að ég sé ekki komin með nákvæmt plan hvenær ég fer og kem heim aftur. Þetta liggur enn allt í lausu lofti, það finnst mér óþægilegt...og pirrandi.

Svo langar mig í klippingu, ég þarf að fara í klippingu. Mig langar líka í litun og plokkun. Mig langar líka í nýtt Kanebo púður. Mig langar líka í Ralph Lauren Hot ilmvatnið. Mig langar líka í bakhlið á símann minn. Mig langar líka í fimmtíuogátta og höku í réttum hlutföllum. Mest af öllu langar mig í helling af pening til að allt geti orðið gott og áhyggjulaust.

Mig vantar hressingu.

|

sunnudagur, mars 25, 2007

Komdu með á skrall í kvöld


Ég var komin með alveg þónokkuð langa færslu þegar forritið fraus. Great. Að sjálfsögðu á maður að skrifa færslurnar sínar upp í word og skella þeim svo á bloggsvæðið en ég læri aldrei.

Þessi flensa er komin til að vera. Ég er ennþá heyrnalaus á vinstra eyra og hóstinn er ekkert að skána. Ég get nú samt sagt að þetta kakó er helvíti gott.

Á föstudaginn hélt ég upp á afmælið mitt þó svo að ég verð ekki 19 ára fyrr en á morgun (26. marz). Mamma og Hallur voru klædd eins og þjónn og bryti, mamma sá um að gefa gestunum fordrykk en Hallur tók yfirhafnirnar. Pinnamaturinn vakti lukku, þá sérstaklega möffensið mitt, og voru kræsingarnar borðaðar með bestu lyst. Ég fékk góðar gjafir og stelpurnar höfðu svo útbúið lag fyrir mig sem þær sungu hátt og snjallt. Mjög skemmtilegt afmæli en sökkaði samt verulega að vera með þessa flensu.

Svo er ég jafnvel að fara til Reykjavíkur helgi eina í páskafríinu. Spurning hvort maður fari á Björk á annan í páskum. Einhver leikur eða?

Myndin sem fylgir tók ég þennan eina dag sem við gengum um stræti London borgar.

Hóst

|

mánudagur, mars 19, 2007

Oldfield

Þessi ferð var ekki alveg eins geðveik og ég var búin að vænta. Ég var svo rosalega heppin að veikjast og var það gegnum alla ferðina. Hiti, hósti, ógleði, hausverkur. Rosalega gaman, sérstaklega þegar maður gistir inná öðru heimili en manns eigin. Svo var líka einhvers konar ofn á miðju gólfi í herberginu til að kynda það upp, djöfullegt. Þau stilltu hann alltaf á tvo (sem var hæsta talan) og lokuðu herberginu meðan ég var í burtu (þegar ég hafði skilið eftir hurðina opna á morgnana til að loftið þarna inni væri ekki eins og í regnskógi).

Ég er komin heim núna og er enn veik. Er búin að gera lítið annað en að liggja undir sænginni og horfa á vídjó, sem hljómar nú samt svolítið kósí ekki satt?, drekka heitan vökva og hósta þar til ég kúgast. Reyndar er þetta magnyl alveg að kikka inn núna, ágætt það. Ég er svo sannarlega ein af þeim sem trúa á pillur.

Eftir eina viku verð ég 19 ára. Nítján, það er alveg slatti. Eftir eitt ár verð ég svo 20, þá útskrifast ég úr menntaskóla. Hvað ætli gerist þá? Ferðast ég til Danmerkur, Englands, Búlgaríu eða Honolulu? Fer ég í leiklistarskóla og verð fræg í sænskri sápuóperu? Lendi ég í svo slæmu háskóladrama að ég hætti í námi, skrifa bók um sjálfan mig og græði helling af pening? Sé ég ljósið og ákveð að læra blómasnyrtinn?
Ert Þú búinn að ákveða þig? Eru spilin á hreinu hjá þér? Fullt hús eða pakkaru?

...

Ive been waiting so long
To be where Im going
In the sunshine of your love.

...ég vona að þetta skipti sé ekki plat.

|

fimmtudagur, mars 15, 2007

Ola

Fyrsta daginn byrjadi eg a ad fara a hljomsveitaraefingu (tad er rett Erla). Tad var gaman, Jimi Hendrix i beinni var edal.

A Spáni gengur madur a skonum inni, tad tykir mer afar furdulegt. Svo kyssast allir a kinnina tegar tad er verid ad kynna mann. Eg held eg se buin ad kyssa 10 manns i dag. Eg bordadi svo kvoldmat kl. hálf tólf í gaerkvoldi, tad var mjog furdulegt.

Eg tarf ad kaupa mer trefil i dag, tessi halsbolga er ordin frekar slaem.

Good things.

Adiós amigos

|

mánudagur, mars 12, 2007

Eldflaugaríspinni

Á morgun flýg ég suður og á miðvikudagsmorguninn fer ég til Toledo, Spáni. Á leiðinni heim gistum við eina nótt í miðborg London. Geðveikt.

Ég mun taka myndir og ég mun skrifa í dagbók.

Adiós

|

mánudagur, mars 05, 2007

Sum

Mánudagur...Mánudagur...Mánudagur...Orðið hefur tapað allri merkingu.

Helgin var viðburðarrík og mjög skemmtileg. Ég fór í gönguferð upp í Fálkafell með pápa og mömmu á laugardagsmorguninn. Við tókum nokkrar myndir og ég datt í snjóskafl - gaman. Um kvöldið var okkur stelpunum svo boðið í afmælisveislu heim til Júlíu á Dalvík. Til hamingju með afmælið í gær Júlía. Myndarlegu foreldrar hennar höfðu eldað þarna þriggja rétta máltíð og jeremías hvað ég borðaði á mig gat. Humar í forrétt, kjúklingabringur með sveppasósu, salati og bökuðum kartöflum í aðalrétt og svo súkkulaði og vanilluís með ávöxtum og heitri marssósu í eftirrétt. Til að bæta ofan á það, þá var rósavíninu skenkt í glös okkar eins og við værum konungsfólk.

Eftir dýrindismáltíð hos Júlía fórum við í bæinn þar sem partýið hélt áfram. Katrín drakk í fyrsta skiptið, nítján ára gömul note a bene. Hún drakk á nokkuð hægum hraða og fann því ekkert á sér en kinnarnar hennar voru samt afskaplega rjóðar, krúttið atarna. Páll Óskar var í Sjallanum um kvöldið, og eins og ábyggilega allir aðrir heilbrigðir unglingar á Akureyri, var farið þangað. Þar var þétt og þar var sveitt, en mjög gaman. Við skulum ekkert fara neitt nánar útí það sem gerðist þetta kvöld, bæði mér og öðrum til verndar.

Ég fann venjulega mynd af mér á síðunin hennar Önnu. Hversu oft gerist það?

Þetta er ég, venjuleg.

Sheba Hart

|